Nordica Consulting Group

Nordica ráðgjöf ehf
– Framsækið ráðgjafafyrirtæki –
Nordica ráðgjöf er framsækið ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í alhliða ráðgjöf fyrir leiðtoga og stjórnendur auk skipulags- og rekstrarráðgjafar með áherslu á faglega verkefnastjórnun.
Mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins eru í hópi viðskiptavina Nordica auk fjölmargra einstaklinga og félagasamtaka. Þar að auki státar fyrirtækið af einstöku sambandi við háskólasamfélagið hér heima jafnt sem erlendis. Nordic veitir ráðgjöf á sviði verkefnastjórnunar og stjórnunar almennt með námskeiðum og sérhæfðri stjórnendaþjálfun að ógleymdri almennri ráðgjöf af ýmsu tagi. Fyrirtækið býr að einstakri blöndu reynslu og menntunar, ekki síst í miðlun þekkingar og árangursríkra aðferða.
Meðal samstarfsaðila Nordica ráðgjafar eru: Háskólinn í Reykjavík, Endurmenntun Háskóla Íslands, Símenntun Háskólans á Akureyri, HLP Management-Diskurs í Frankfurt, Negotiate ltd. í Edinborg og Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York.
Nordica ráðgjöf hefur þróað þrjár námslínur
VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN (VOGL)
SAMNINGATÆKNI OG AFBURÐARSTJÓRNUN (SOGA)
MASTER OF PROJECT MANAGEMENT (MPM) sem nú er kennt við Háskólann í Reykjavík (einnig þekkt sem MPM/MSc in Project Management).

VOGL námið

Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) er þróuð af Nordica ráðgjöf ehf,

Námsbrautin er rekin í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri.

SOGA námið

SAMINGATÆKI OG AFBURÐARÁRANGUR (SOGA) er fjölbreytt nám sem ætlað er þeim sem vilja í senn öðlast þekkingu og þjálfun á sviði verkefnastjórnunar og efla leiðtogahæfileika sína.

Sjá vef SOGA namsins.

MPM námið

MASTER OF PROJECT MANAGEMENT (MPM) sem nú er kennt við Háskólann í Reykjavík (einnig þekkt sem MPM/MSc in Project Management).

Nánari upplýsingar á vef námsins.

Ég kynntist sjálfri mér í náminu, styrkleikum mínum og veikleikum, og hvernig ég get notað verkefnastjórnun til að ná utan um viðfangsefnin mín.
Ólafía Björk Rafnsdóttir

um VOGL nám Nordica ráðgjafar.

Hafa samband

13 + 14 =