FYRIRTÆKIÐ

Nordica ráðgjöf var stofnuð til að bregðast við ört vaxandi eftirspurn félaga, fyrirtækja og stofnana eftir þjálfun í faglegri verkefnastjórnun og skilvirkri innleiðingu hennar.

Stofnendur Nordica ráðgjafar, dr Haukur Ingi Jónasson og dr Helgi Þór Ingason, sinna sjálfir þeim verkefnum sem fyrirtækið tekur að sér. Þeir búa yfir einstakri blöndu þekkingar og aðferða sem þeir miðla til viðskiptavina af miklum metnaði. Rík áhersla er lögð á sjálfstæði og fagmennsku í vinnubrögðum og hagnýtingu fræðilegrar þekkingar til að leysa vandamál og önnur verkefni með skilvirkum hætti.

Sérstök áhersla er lögð á að þjálfa stjórnendur og leiðtoga þannig að þeir verði færir um að nýta vel þekkingu sína til framtíðar í góðum og metnaðarfullum verkefnum, hvort sem það er í eigin þágu eða fyrir vinnuveitanda, samfélagið eða þjóðina.