NÁMSBRAUTIR

Grunnurinn að stofnun Nordica ráðgjafar var fróðleiksþrosti okkar og löngun til að miðla þekkingu til samborgara okkar. Endalaus forvitni og metnaður hefur leitt til þess að innan Nordica ráðgjöf hefur orðið til úrval fyrirlestra, námskeiða, og námsbrauta af ýmsu tagi. Þekktustu afurðir þessa samstarfs eru námslínurnar Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL), Samingatækni og afburðarstjórnun (SOGA) og Master of Project Management (MPM) námið á Íslandi.

Námslínurnar Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) og Samingatækni og afburðarstjórnun (SOGA) eru starfræktar í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands í Reykjavík og Símenntun Háskólans á Akureyri. Við störfum í nánu samstarfi við Tækni- og verkfræðideild Háskólans Í Reykjavík að því að þróa Master of Project Management (MPM) námið á Íslandi innan vébanda skólans.

VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN (VOGL)

Námsbrautin Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL) hefur verið kennd á Íslandi síðan í ársbyrjun 2003. Námsbrautin er vottuð af International Project Management Association (IPMA) og sérstaklega skráð á heimasíðu Dansk Projectledese í Danmörku. Í námsbrautinni er fjallað um leiðtogafræði, stefnumótun, verkefnastjórnun og teymisvinnu. Námið er kennt eins og að um væri að ræða fjögur 6 ECTS námskeið á BA/BS námstigi í háskóla og er því hannað í heild eins og 24 ECTS eininga nám á grunnstigi í háskólanámi. Kappkostað er að að fylgja Bologna viðmiðun í samstarfi evrópskra háskóla, sem tryggja að nemendur öðlist góða þekkingu á námsefni, getu til að nýta hana og hæfni til að beita henni. Námskeið í VOGL námi eru:

LEIÐTOGAFÆRNI

STEFNUMÓTUN

SKIPULAGSFÆRNI

SAMNINGATÆKNI OG AFBURÐARSTJÓRNUN (SOGA)

Námsbrautin Samingatækni og afburðarstjórnun (SOGA) er í boði frá haustinu 2016. Þar er fjallað um markþjálfun, gæðastjórnun, samningatækni og almenna stjórnun. Nemendur í námskeiðum Nordica koma úr öllum atvinnugreinum og þeir hafa afar fjölbreyttan bakgrunn hvað menntun og reynslu varðar.

Námið er kennt eins og að um væri að ræða fjögur 6 ECTS námskeið á BA/BS námstigi í háskóla og er því hannað í heild eins og 24 ECTS eininga nám á grunnstigi í háskólanámi. Kappkostað er að að fylgja Bologna viðmiðun í samstarfi evrópskra háskóla, sem tryggja að nemendur öðlist góða þekkingu á námsefni, getu til að nýta hana og hæfni til að beita henni. Námskeið í SOGA námi eru:

SAMNINGATÆKNI

MARKSÆKNI

GÆÐASTJÓRNUN

AFBURÐARSTJÓRNUN

MASTER OF PROJECT MANAGEMENT (MPM)

Nordica ráðgjöf átti frumkvæði að stofnun og þróun Master of Project Management (MPM) eða Meistaranáms í verkefnastjórnun, fyrst við verkfræðideild Háskóla Íslands og áfram eftir að námið flutti aðsetur sitt, við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Fagleg verkefnastjórnun er aðferð sem síaukin eftirspurn er eftir á öllum sviðum athafnalífs, samfélags og í samstarfi þjóða. Hún hefur náð mikilli útbreiðslu í öllum atvinnugreinum víða um heim og í þróunarstarfi. Verkefnastjórnun er einnig lifandi fræðigrein sem þróast hefur ört síðustu ár og mun gera það áfram. MPM-náminu á Íslandi er ætlað vera virkur þátttakandi þróun greinarinnar.

Frá upphafi hefur verið lagt upp úr bæði gagnreyndri tileinkun á námsefni og á virkri þátttöku nemenda í tímum. Stór hluti kennslunnar fer fram í hópvinnu þar sem unnið er með viðfangsefni sem tengjast atvinnulífinu og margskonar verklegar æfingar eru áberandi. Þannig er unnið með fjölbreytt raunveruleg viðfangsefni, tilfelli (case), þjálfunarhópa, samræðuhópa og beitt er margvíslegum aðferðum til að meta ástundun, árangur og metnað. Oft eru verkefnin viðfangsefni sem nemendur leggja fram úr starfsumhverfi sínu en einnig er unnið með þekkt dæmi úr rekstri fyrirtækja og stofnana. Auk hópavinnu og verkefnavinnu er hefðbundið fyrirlestrahald einnig mikilvægur hluti kennslunnar en fyrirlestrar í MPM-námi eru líflegir og skemmtilegir auk þess sem hvatt er til gagnrýninnar samræðu um námsefnið.

MPM á

Um námið á