RÁÐGJÖF

Nordica ráðgjöf býður upp á sérhæfða ráðgjöf, fræðslu og þjálfun til einstaklinga, teyma, skipulags- og samfélagsheilda sem vilja efla þekkingu sína, hæfni og færni á sviði leiðtoga- og stjórnendaþjálfunar og skipulags- og rekstrarráðgjafar. Okkar starf byggir á sterkum fræðilegum grunni og gagnreyndum aðferðum. Aðkoma Nordica ráðgjafar getur til dæmis falist í ráðgjöf til stjórnenda, stjórnendamarkþjálfun, námskeiðum fyrir starfsmenn, sérhæfðum vinnustofum, úttekt og mati, innleiðingu og eftirliti. Einnig getur aðkoma Nordica verið blanda af þessu öllu. Í öllum tilfellum hefst samstarf Nordica við viðskiptavini sína á því að þarfir viðskiptavina og væntingar þeirra eru kortlagðar.

SÉRSNIÐNAR LAUSNIR

Nordica ráðgjöf býður upp margvíslegar sérsniðar ráðgjafalausnir. Eftir að hafa farið yfir væntingar og þarfir viðskiptavina okkar sníðum við viðeigandi lausnir. Þekking okkar, reynsla og samspil ráðgjafanna gerir okkur kleift að beita fjölbreyttum aðferðum til að leysa vandamál og verkefni af ólíku tagi.

FORSNIÐNAR LAUSNIR

Nordica ráðgjöf býr yfir mikill reynslu og hefur þekkingunni sem orðið hefur til hefur markvisst og skipulega verið safnað saman þannig að nú búum við yfir fjölda aðferða sem hagnýta má beint.

Við veitum ráðgjöf sem stuðlar að því að auka leiðtogafærni einstaklinga, innan teyma og skipulagsheilda (félög, fyrirtæki, stofnanir) og samfélaga. Eftirtalin atriði eru meðal þeirra sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Skilgreining, val og tileinkun persónulegra þroskakosta
 • Skilgreining, mótun og tileinkun faglegrar þróun
 • Greining á leiðtogafærni
 • Gerð persónulegrar stefnumörkunar
 • Þjálfun aðferðum til að ná áhrifavaldi
 • Jákvæð atferlisþjálfun
 • Hugræn/tilvistarleg stjórnunarmarkþjálfun
 • Grunnlæg sálræn vinna (hugrænar/atferlisaðferðir)
 • Sálræn djúpvinna (sálgreiningaraðferðir)
 • Þroskun sköpunargetu og listfengis
 • Aðstoð við að takast á við siðfræðileg álitamál
 • Rökfræðilegar greiningar
 • Beiting Sókratesar aðferðar
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis í leiðtogafærni
 • Rannsóknir á leiðtogafærni

Við veitum margháttaða ráðgjöf á sviðum sem snerta samskiptafærni einstaklinga, innan teyma og skipulagsheilda (félög, fyrirtæki, stofnanir) og samfélaga. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Þjálfun í almennri samskiptafærni
 • Þjálfun í viðtalstækni (starfsfólk, fjölmiðlar)
 • Samskiptaþjálfun fyrir einstaklinga og teymi
 • Aðstoð við stjórnun teyma og hópa
 • Greiningar á samskiptum fólks
 • Þjálfun í samskiptum án orða
 • Markþjálfun sem miðar að sjálfsöryggi
 • Þjálfun í beitingu hluttekningu
 • Ráðgjöf um umbun og hvatningu
 • Þjálfun í að vinna með miklar geðshræringar
 • Þjálfun í að vinna með sterkar skoðanir
 • Ráðgjöf sem bætir samskipti á fundum
 • Ráðgjöf til að bæt samskipti með fjarfundabúnaði
 • Þjálfun í framsögn og tjáningu
 • Þjálfun í viðtalstækni við fjölmiðla
 • Uppýsingagjöf í áfallaástandi
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um samskiptafærni
 • Rannsóknir á sviði samskiptafærni, á hópum og teymum

Við veitum ráðgjöf um nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana, stefnumótun og stefnumarkandi áætlanagerð fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana
 • Stjórnendamarkþjálfun
 • Stefnumótun og gerð sóknaráætlana
 • Úttektir og stöðugreiningar
 • Greining á samkeppnisforskoti
 • Breytingastjórnun (viðmið PMI, Global Standard)
 • Mótun og innleiðing stefnu
 • Marksækið efirlit með framkvæmd sóknaráætlunar
 • Úttektir og viðhaldsáætlanir
 • Stefnumótun fyrir samfélagsheildir og samfélög
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um stefnumótun

Við veitum ráðgjöf um skipulag og rekstur fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Verkefnastjórnun
 • Verkefnamarkþjálfun
 • Stjórnun verkefnastofa
 • Stjórnun verkefnaskráa
 • Fagleg áætlanagerð
 • Stöðumat og skilamat í verkefnum
 • Fýsileikagreiningar
 • Verkefnavakt
 • Árangursmat í verkefnum
 • Stjórnskiplag í verkefnum og verkefnamiðuðum skipuheildum
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um skipulag og verkefnastjórnun
 • Rannsóknir á skipulagi og verkefnastjórnun

Við veitum ráðgjöf á sviði samningatækni fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Þjálfun í samningatækni
 • Mat á virði og hagsmunum aðila
 • Greiningar á valdajafnvægi
 • Útekt á samningsaðilum
 • Umsjón samningaviðræðna
 • Undirbúning viðræðna
 • Viðræðuráðgjöf og samræðuvakt
 • Gerð samkomulags og samninga
 • Samrunaviðræður
 • Ágreinings- og deilustjórnun
 • Áfallastjórnun
 • Útektir og gerð áfallaáætlana
 • Stjórnun áfallaviðbragða
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um samingatækni, deilur og áföll
 • Rannsóknir á samningatækni, deilum og áföllum

Við veitum ráðgjöf á sviði marksækni fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Almenna markþjálfun
 • Stjórnendamarkþjálfun
 • Skilgreining á metnaði og möguleikum
 • Þjálfun í marksækni
 • Leiðbeiningu um markvissan ábata og árangur
 • Þjálfun í aðferðum markþjálfunar
 • Þjálfun í ráðgjafatækni
 • Handleiðslu og stuðning
 • Skilgreiningu leiða og lausna
 • Stjórnun funda með árangur að leiðarljósi
 • Stjórnun fjöldasamkoma með árangur að leiðarljósi
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um markþjálfun
 • Rannsóknir á markþjálfun

Við veitum ráðgjöf á sviði gæðastjórnunar fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Þjálfun í gæðastjórnun
 • Mat og þróun gæðavitundar
 • Þróun og innleiðingu gæðakerfa
 • Inntak gæðastjórnunarstaðla (t.d. ISO 9001)
 • Inntak algengra stjórnunarstaðla (t.d. ISO 14001 og OHSAS 18001)
 • Inntak og notkun EFQM líkansins
 • Stjórnun upplýsinga
 • Mótun verklagsreglna og ritun gæðahandbóka
 • Eftirlit með rekstri gæðakerfa
 • Gæðaúttektir
 • Umsjón með umbótastarfi
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um gæðastjórnun
 • Rannsóknir á sviði gæðastjórnunar

Við veitum ráðgjöf á sviði stjórnunar fyrir teymi, fyrirtæki, félög, stofnanir og samfélög. Eftirtalin atriði eru meðal þess sem ráðgjöfin getur falið í sér:

 • Yfirlit mælikvarða um afburðaárangur í fyrirtækjarekstri á alþjóðavísu
 • Speglun reyndrar þekkingar um árangursþætti í starfsemi skipuheilda
 • Speglun reyndar þekkingar um árangursþætti í fari stjórnenda og leiðtoga
 • Speglun reyndrar þekkingar um merki um að hnignun fari í hönd á æviskeiði skipuheilda
 • Helstu stjórnunaraðferðir sem afburðarfyrirtæki víða um heim nýta
 • Breytingastjórnun, hvernig á að færa fyrirtæki úr einu ástandi í annað
 • Gerð kennslu- og kynningarefnis um afburðaárangur í stjórnun
 • Rannsóknir á sviði afburðastjórnunar