Nordica ráðgjöf var stofnað sumarið 2004 af þremur félögum sem höfðu þróað og kennt námið Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun Háskóla Íslands. Stofnendurnir komu hver úr sinni áttinni með menntun frá Þýskalandi, Noregi og Bandaríkjunum og höfðu hver um sig margþætta reynslu af störfum með einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum af ýmsu tagi.

Frá stofnun fyrirtækisins hefur fjöldi hópa útskrifast með menntun sem þróuð hefur verið af Nordica ráðgjöf; bæði frá Endurmenntun Háskóla Íslands og Símennt Háskólans á Akureyri. Þá þróaði Nordica ráðgjöf MPM námið á Íslandi eða Master of Project Management (MPM) sem fyrst var kennt við verkfræðideild Háskóla Íslands en hefur síðan 2011 verið kennt við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Auk kennslunnar hafa ráðgjafar Nordica ráðgjafar, allt frá stofnun fyrirtækisins, unnið með fjölda félaga, fyrirtækja, samtaka og stofnana og skapað fyrirtækinu sess í íslensku atvinnulífi. Fyrirtækið hefur getið sér gott orð fyrir kraftmikið og náið samstarf við viðskiptavini auk þess sem árangursríkt samstarf við ýmis erlend fyrirtæki, fræðimenn og stofnanir hefur borið hróður Nordica ráðgjafar út fyrir landsteinana og hafa ráðgjafar okkar haldið fyrirlestra og vinnustofur víða um heim.