Þjónusta

Við veitum víðtæka þjónustu sem við sníðum að þörfum viðskiptavina okkar. Okkar nálgun einkennist af sköpunarþrótti, marksækni, fjölbreytileika og umfangsmikilli þekkingu. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að læra af fortíðinni, skilja nútíðina og skapa sér árangursríka framtíð. Skilningur á núverandi ástandi er nefnilega grunnforsenda betri framtíðar, raunhæfra áætlana og viðeigandi innleiðinga og framkvæmda. Við greinum og bendum á leiðir til að auka hagkvæmni og gera samskipti við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila markvissari og nýtum ýmis tæki og aðferðir á borð við þroskalíkön í verkefnastjórnun, verkefnaskrár og verkefnastofur.

Viðskiptavinir okkar eru félög, fyrirtæki, stofnanir af ólíku tagi. Við vinnum með einstaklingum, verkefnateymum, skipulagsheildum og jafnvel með samfélagsheildir. Einstaklingar sækja oftast nær í ráðgjöf okkar til að bæti leiðtogafærni, samskipti, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Verkefnateymi leita til okkar til að tryggja samstarf, skilvirkni og árangur. Félagasamtök og stofnanir leita til okkar til að ná betri árangri á áhuga- og fagsviðum sínum. Fyrirtæki leita til okkar til að styrkja samkeppnisstöðu sína í síbreytilegu viðskiptaumhverfi, veita viðskiptavinum betri þjónustu og ná betri árangri á mörkuðum.

Við leggjum ríka áherslu á öguð og sjálfstæð vinnubrögð og beitum að sjálfsögðu þeirri faglegu verkefnastjórnun sem við kennum í háskólasamfélaginu í okkar eigin starfi til að tryggja að ráðgjafaverkefni okkar skili árangri.

Við bjóðum upp á margháttaða RÁÐGJÖF, fyrirlestra (1-2 klst), námskeið (4-8 klst) og vinnustofur (8-16 klst) sem fjalla með hagnýtum hætti um mikilvæga þætti í stjórnunar og reksturs. Sú þekking, leikni og hæfni sem við miðlum nýtist jafnt einstaklingum, teymum, skipulagsheildum (félögum, fyrirtækjum, stofnunum) vítt og breitt á ólíkum sviðum samfélagsins. Eftirfarandi eru forsniðnir fyrirlestrar, námskeið og vinnustofur Nordica ráðgjafar; efnistök taka í öllum tilfellum mið af þörfum viðskiptavina og reynslu þátttakenda.

Nánar um nokkra þætti okkar:

RÁÐGJÖF

Við veitum fjölþætta ráðgjöf….[lesa meira]

ÚTGÁFA

Útgefið efni spannar flest þau svið sem við fáumst við…[lesa meira]

NÁMSKEIÐ

Við bjóðum ýmis námskeið….[lesa meira]

RANNSÓKNIR

Við miðlum bæði fræðum og rannsóknum….[lesa meira]

NÁMSKEIÐ

Við bjóðum nokkrar námsbrautir….[lesa meira]

FRÉTTIR

Í fréttum er þetta helst…[lesa meira]