ÚTGÁFA
Nordica ráðgjöf leggjur áherslu á að koma hagnýtri leiðtoga-, stjórnunar-, skipulags-, rekstrarþekkingu þannig á framfæri að hún nýtist sem flestum. Við höfum því skrifað bækur um þau sérsvið sem við störfum á bæði á íslensku og á ensku – stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila.
Samhliða því að vera rágjafar þá erum við prófessorar við Háskólann í Reykjavík þar sem við leiðum þróun MASTER OF PROJECT MANAGEMENT (MPM) nám skólans og kennum ýmis námskeið á sviði stjórnunar. Mikilvægur þáttur í starfi háskólaprófessorsins á okkar sérsviðum er að gefa út efni sem nýtist nemendum, athafnalífi og samfélagi. Í þessum útgáfum miðlum við bæði fræðum og rannsóknum til lesenda. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það sem við höfum sent frá okkur á þessu sviði.
Árið 2014 var þess farið á leit við Nordica ráðgjöf og aðstandendur MPM náms við Háskólann í Reykjavík að annast alþjóðlega rannsókn á afstöðu aðildarfélaga innan Alþjóðaverkefnastjórnunarsambandsins (IPMA – International Project Management Association) og að skrifa á grundvelli þeirrar rannsóknar starfs- og siðareglur IPMA eða IPMA Code of Ethics and Professional Conduct.