VERKFÆRI SEM EFLA SIÐVIT

Nordica ráðgjöf kappkostar að þroska siðvit viðskiptavina sinna. Siðvit er getan til að sjást fyrir í ákvörðun og athöfnum og tryggja með því fagmennsku, ábata og velsæld. Við höfum í þessu augnamiði ritað bókina Project Ethics (Gower 2012, UK), og þróað PROJECT ETHICS TOOL (PET) og MANAGEMENT ETHICS TOOL (MET).

PERSONAL ETHICS TOOL (PETpersonal)

PERSONAL ETHICS TOOL (PETpersonal) er aðferð sem nýtast einstaklingum til leggja mat á ókannaða áhættu og möguleika, þar með talið siðræna áhættu og möguleika, þegar þeir standa frammi fyrir vali. Það sem gerir vandamál að siðrænum áliltamálum er að þar takast á ólík gildi. Aðferðin á að hjálpa fólki að taka persónulegar ákvarðanir og stuðla þannig að velsæld einstaklinga, teyma, skipulagsheilda, samfélaga og framtíðarkynslóða.

Fyrirlestur: Personal Ethics Tool (PETpersonal)
Námskeið: Beiting Management Ethics Tool (PET) í stjórnun skipulagsheilda.

Meira www.ncg.is/personalethics

PROJECT ETHICS TOOL (PET)

Project Ethics Tool (PET) er aðferð sem við erum að þróa sem mun nýtast til leggja mat á ókannaða áhættu og möguleika, þar með talið siðræna áhættu og möguleika, í verkefnum, verkefnastofnum og verkefnaskrám. Aðferðin var kynnt í bók okkar Project Ethics sem kom út í janúar 2013. Markmiðið með vefsíðunni er gera viðskiptavinum okkar, verkefnaeigendum, stjórnendum og verkefnastjórum, kleift að leggja mat á verkefni sín út frá fjórum sígildum siðfræðikenningum. Aðferðin á að stuðla að því að fólk með áhrif sjáist fyrir í ákvörðunum sínum og auki þannig velsæld einstaklinga, teyma, skipulagsheilda, samfélaga og framtíðarkynslóða.

Fyrirlestur: Project Ethics Tool (PET)
Námskeið: Beiting Project Ethics Tool (PET) í verkefnastjórnun (3-36 klst).

Meira www.ncg.is/projectethics / www.projectethics.is

MANAGEMENT ETHICS TOOL (MET)

Management Ethics Tool (MET) er aðferð sem við erum að þróa og sem á að nýtast til leggja mat á ókannaða áhættu og möguleika, þar með talið siðræna áhættu og möguleika, í stjórnun skipulagsheilda (fyrirtækja, félaga og stofanan). Aðferðin var byggir á Project Ethics Tool (PET) en hefur mun víðari skírskotun. Tækin gera viðskiptavinum okkar, verkefnaeigendum, stjórnendum og verkefnastjórum, kleift að leggja mat á verkefni sín út frá fjórum sígildum siðfræðikenningum. Aðferðin á að stuðla að því að fólk með áhrif sjáist fyrir í ákvörðunum sínum og auki þannig velsæld einstaklinga, teyma, skipulagsheilda, samfélaga og framtíðarkynslóða.

Fyrirlestur: Management Ethics Tool (MET).
Vinnustofa: Beiting Management Ethics Tool (MET) í stjórnun skipulagsheilda (3-8 klst).
Námskeið: Beiting Management Ethics Tool (MET) í stjórnun skipulagsheilda. (16 klst).

Meira www.ncg.is/ipmacode Lokað

IPMA CODE OF ETHICS AND PROFESSIONAL CONDUCT

Nordica ráðgjöf var falið að skrifa starfs- og siðareglur International Project Management Association (IPMA). Einn þátturinn í þeirri vinnu var að gera alþjóðlega úttekt á siðfræðilegum álitaefnum, metnaði og skuldbindingum meðal faglegra verkefnastjóra um allan heim í umboði International Project Management Association (IPMA). Við sjáum starfs- og siðareglunar sem öflugt verkfæri og við leiðbeinum um notkun þess.

Fyrirlestur: IPMA Code of Ethics and Professional Conduct.
Námskeið: Vinnustofa í notkun IPMA Code of Ethics and Professional Conduct. (8 klst)

Meira www.ncg.is/ipmacode Lokað