AFBURÐARSTJÓRNUN: METNAÐUR, MENNING OG MÆLANLEIKI (JPV 2016/ )

Bókin er væntanleg 2016. Hún er að hluta til byggð á vinsælli bók sem kom út árið 2007 og nefndist Afburðaárangur. Fjallað er um kenningar um afburðaárangur í rekstri fyrirtækja og þá eiginleika sem einkenna stjórnendur og leiðtoga sem teljast hafa náð afburðaárangri. Einnig er fjallað um nokkrar stjórnunaraðferðir sem hafa á sér það orð að leiða til afburðaárangurs og loks er vikið að kenningum um hnignun fyrirtækja og hvernig koma má auga á einkenni þess að hnignunarskeið sé að hefjast.