MARKÞJÁLFUN: VILJI, VIT, VISSA (JPV 2013/160 bls)

Markþjálfun hjálpar einstaklingum að takast á við nýjar áskoranir, breytingar og að sjá tækifærin í nýrri og síbreytilegri hringiðu samfélagsins. Markþjálfun er fag sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Það kemur ekki á óvart því hér er unnið að því að byggja upp styrk og framfarir, bæði einstaklinga og hópa, á faglegan hátt. Bókin fjallar um markþjálfun sem aðferð til að aðstoða fólk við að setja sér persónuleg markmið og ná þeim markmiðum.