GÆÐASTJÓRNUN: SAMRÆMI, SAMHLJÓMUR og SKIPULAG (2015/239 bls)

Undanfarin ár hefur gæðastjórnun fest sig æ meira í sessi. Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki innleiða stjórnkerfi samkvæmt ISO-stöðlum og þörfin fyrir fólk með faglega þekkingu á gæðastjórnun eykst stöðugt. Þessari bók er ætlað að stuðla að því að gæðastjórnun nýtist í samfélaginu. Það er gert með því að varpa ljósi á gæðastjórnun sem fræðigrein og hagnýta aðferðafræði, uppbyggingu og innleiðingu gæðakerfa og rekstur þeirra í hvers kyns skipulagsheildum.