SKIPULAGSFÆRNI: VERKEFNI, VEGVÍSAR OG VIÐMIÐ (JPV 2012/280 bls)

Bókin fjallar um verkefnastjórnun sem fræðigrein og leggur megináherslu á undirbúning og áætlanagerð í verkefnum. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök hafa innleitt verkefnastjórnun í starfsemi sinni á undanförnum áratugum. Þessi bók er skrifuð sem kennslubók fyrir nemendur á háskólastigi en hún gagnast ekki síður sem handbók fyrir fólk í atvinnulífinu sem vill auka þekkingu sína á stjórnun og verkefnavinnu. Markmiðið með henni er að gera lesendur færari um að taka þátt í, skipuleggja og stjórna verkefnum.