INNLEND ÚTGÁFA
Hvað innlenda útgáfu varðar þá er fyrst til að nefna ritröð okkar sem gefin er út hjá JPV/Forlaginu í Reykjavík. Ritröðin telur nú sex bækur í ársbyrjun 2016 og mun telja átta bækur fyrir árslok 2016. Bækurnar spanna vítt svið og hafa notið vinsælda hjá íslenskum lesendum sem vilja tileikna sér efni þeirra.